Konudagurinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Konudagur er fyrsti dagur mánaðarins góu í gamla norræna tímatalinu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 25. febrúar. Rétt eins og fyrsti dagur mánaðarins þorra er bóndadagurinn. Þann dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn.

Elstu bókfestu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um fyrsta dag góumánaðar eru frá því um miðja 19. öld. Góa er næstseinasti mánuður vetrarmisseris samkvæmt hinu forníslenska tímatali og nafnið sést í elstu handritum eða frá því um 1200. Óvíst er hvað orðið merkir upphaflega en orðsifjafræðingar hallast helst að því að það eigi eitthvað skylt við snjó.

Þessi tilgáta fellur vel að hlutverki Góu í ævintýralegri fornaldarsögu, þar sem faðir hennar er Þorri, afi hennar Snær og langafi hennar Frosti. Föðursystur hennar bera einnig nöfn sem tengjast vetrinum, Mjöll og Drífa. Í sögunni er nafnið hennar upphaflega Gói, og samkvæmt frásögninni strauk hún á brott með ungum manni á Þorrablóti. Þorri skipulagði því blót til að komast að því hvar hún væri niður komin, sem kallað var Góiblót. Með tímanum breyttist nafnið úr Gói í Góa.

Líklegt er að menn á heiðnum tíma hafi haldið einhverja veislu í upphafi hinna fornu vetrarmánaða. Þessi hefð hvarf úr opinberu lífi við kristnitökuna en virðist hafa lifað áfram í heimahúsum. Frá lokum 17. aldar er til kvæði eftir séra Bjarna Gissurarson í Þingmúla sem segir frá gömlu Góu, sem gekk á milli bæja og kíkti í búrið hjá húsfreyjum. Í bréfi frá séra Jóni Halldórssyni í Hítardal til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1728 kemur fram að bændur hafi átt að bjóða Góu inn á sama hátt og húsfreyjur buðu Þorra velkominn. Þeir gengu út fyrir dyr kvöldið fyrir góukomu og buðu henni inn sem virðingargesti, með von um að hún yrði þeim hliðholl og veðrið hagstætt. Þessi siður virðist vera leifar af gömlum trúarathöfnum tengdum vetrarvættum eða veðurvættum.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864 má greina breytingu frá eldri heimildum, þar sem húsfreyjur eru sagðar taka á móti Góu. Þetta gæti verið merki um svæðisbundinn mun á siðum, en á Suðurlandi voru margir karlmenn á vertíð á þessum tíma, þannig að hlutverk húsfreyjunnar var að bjóða Góu velkomna.

Þorrafagnaðir í heimahúsum virðast hafa verið fremur feimnismál á tímum strangtrúar kristni og enn síður er minnst á Góufagnaði. Tvær ástæður gætu legið þar að baki. Í fyrsta lagi hefst Góa alltaf á sunnudegi, sem þýddi að þá var yfirleitt betri matur á borðum en aðra daga vikunnar. Í öðru lagi lenti góukoman oft inn í langaföstu, sem gerði það enn óviðeigandi að halda nokkurn hátíðleika.

Eins og áður hefur komið fram fór heitið „konudagur“ að breiðast út á fyrri hluta 19. aldar, líklega frá Þingeyjarsýslu. Elstu heimildir um hugtakið tengjast Ingibjörgu Schulesen, sýslumannsfrú á Húsavík, og nokkrum áratugum síðar birtist það í sögum Guðmundar Friðjónssonar á Sandi í Aðaldal. Um 1900 var nafnið orðið almennt þekkt um allt land, og árið 1927 fékk það opinbera viðurkenningu með því að verða hluti af Almanaki Þjóðvinafélagsins.

Á fjórða áratug 20. aldar hófu kaupmenn að auglýsa sérstakan mat fyrir konudaginn, og í kringum 1940 fóru sumar stúkur Góðtemplarareglunnar að skipuleggja kvöldskemmtanir í tilefni dagsins. Um miðjan sjötta áratuginn fóru blómasalar síðan að auglýsa blóm sérstaklega fyrir konudaginn. Upphafsmaður þeirrar hefðar er sagður hafa verið Þórður á Sæbóli í Kópavogi, en elsta blaðaauglýsingin frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana sem fundist hefur er frá árinu 1957.

Búðu til fallegar minningar á konudeginum

Sunnudagurinn 23. febrúar er fyrsti dagur Góumánaðar sem hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld. Á þessum degi er venjan hjá mörgum að gleðja konurnar í sínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu. Konurnar í lífi þínu geta komið úr margvíslegum áttum og átt sérstakan stað í hjarta þínu.

Við hjá Tertugalleríinu viljum liðsinna þér við að gleðja konurnar í þínu lífi og mælum með að keypt séu blóm en ekki síður eitthvað sætt og ljúft.

Mundu að það þarf að panta fyrir kl. 14:00 á fimmtudegi til þess að fá pöntun afgreidda um helgina.                                                                        

Skoðaðu úrvalið hér og njóttu þess að gleðja á konudeginum!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →