Fréttir — Dagur íslenskrar tungu

Fagnaðu degi íslenskrar tungu með súkkulaðitertu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu rennur upp fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða, auk þess er dagurinn einn fánadaga Íslands. Dagur íslenskrar tungu á rætur sínar að rekja til haustsins árið 1995. Þá lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hver var Jónas Hallgrímsson?...

Lestu meira →

Við munum hann Jónas

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu rennur upp 16. nóvember næstkomandi. Á þessum degi er haldið í heiðri minningu fjölfræðingsins og skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Á þessum degi er við hæfi að bjóða upp á bókartertu frá Tertugalleríinu eða annað þjóðlegt meðlæti á borð við upprúllaðar pönnukökur og kleinur.

Lestu meira →