Fagnaðu degi íslenskrar tungu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Dagur íslenskrar tungu er árlegur hátíðisdagur sem haldinn er þann 16. nóvember til að heiðra og fagna íslensku tungumáli og arfleifð þess. Dagsetningin er valin til að minnast fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar, eins áhrifamesta skálds og náttúrufræðings Íslands á 19. öld, sem átti stóran þátt í þróun og mótun íslenskrar tungu með sínum ritverkum.
Á degi íslenskrar tungu eru haldnir fjölmargir viðburðir víða um land, þar á meðal upplestrar, fyrirlestrar og skemmtanir sem tengjast tungumálinu. Á þessum degi eru einnig veittar sérstakar viðurkenningar fyrir framlag til varðveislu og þróunar íslenskrar tungu. Þessi viðurkenning er mikilvæg hvatning fyrir þá sem hafa lagt sitt af mörkum til að efla og vernda tungumálið, hvort sem það eru rithöfundar, kennarar eða aðrir málverðir.
Dagur íslenskrar tungu er ekki aðeins hátíðardagur til að minnast arfleifðar okkar, heldur er hann einnig hvatning til að hugsa um framtíð tungumálsins. Með því að viðhalda og þróa íslenskuna getum við tryggt að hún haldi áfram að vera lifandi, kraftmikil og mikilvægur hluti af menningarlegri sjálfsmynd Íslendinga.
Pantaðu súkkulaðitertu með mynd af íslenska fánanum
Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur.
Til að gera súkkulaðitertuna persónulegri og í anda degi íslenskrar tungu er frábær hugmynd að prenta mynd af íslenska fánanum til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og afar ljúffengu brúnu smjörkremi á kantinum.
Bollakökurnar okkar með marsípanmynd af íslenska fánanum eru einnig tilvaldar á degi íslenskrar tungu. Bollakökurnar eru með karamellubragði og eru eins ljúffengar og þær eru glæsilegar og koma 8 saman í öskju.
Þar að auki bjóðum við upp á ljúffenga skúffubita með þykkum, mjúkum og bragðgóðum botni og dökku kremi, sem koma 40 stykki saman í kassa.
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantar tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef pöntun er einhverja hluta vegna ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Dagur íslenskrar tungu, Fagnaðu degi íslenskrar tungu, Pantaðu tímanlega, Súkkulaðiterta, Tilefni, Þitt eigið tilefni