Fréttir — brauðterta

Styttist í útskrift í útskriftarveislu á þínu heimili?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þó svo að fermingartímabilið sé ekki liðið hjá,  styttist óðum í útskriftartímabilið. Ef þið eruð að skipuleggja útskriftarveislu og eruð að huga að veisluveigunum, þá sérstaklega að brauð- eða smáréttum þá mælum við með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum.   Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- eða rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar í 16-18 manna eða 30-35 manna stærðum. Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, annars vegar með skinku og...

Lestu meira →

Fermingartímabilið er framundan

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar febrúar er að líða undir lok styttist í að fermingartímabilið hefjist. Hvort sem fermingarbarnið á heimilinu fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum þá er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær. Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingartertur og aðrar veisluveigar á hagstæðu verði fyrir fermingarveislur. Við hjá Tertugalleríinu viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum. Það er fátt vinsælla í fermingarveislum en klassískar og...

Lestu meira →

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veisluveigar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta. Þegar góða veislu gjöra skal erum við hjá Tertugalleríinu ávallt tilbúin að liðsinna þér. Hjá okkur...

Lestu meira →

Pantaðu tímanlega fyrir Bóndadaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bóndadagur nefnist fyrsti dagur þorra og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Takmarkaðar heimildir eru til um þennan dag og siði honum tengdum og því erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann tengdist. Af þeim fáu heimildum sem til eru þá er þó ljóst af frásögnum af siðum honum tengdum að hér hafi verið um alþýðutyllidag en ekki hátíðisdag að ræða og því alls óvíst hvort hann hafi verið mjög útbreiddur eða hvaða tilstand hafi tíðkast þar sem hann var haldinn. Á bóndadag áttu húsbændur að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu...

Lestu meira →

Pantaðu brauðtertu fyrir þriðja í aðventu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðventan hófst sunnudaginn 3. desember og stendur í fjórar vikur. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“. Áður fyrr var þessi árstími kallaðar jólafasta og er það reyndar enn, en nafnið helgast af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Á þessum tíma eru flestir að undirbúa sig fyrir jólahátíðina sjálfa og komu frelsarans. Einkennislitur aðventunnar samkvæmt Þjóðkirkjunni er fjólublár en jólahátíðin sjálf ber síðan hvítan eða gylltan lit. Aðventukransinn Aðventukransinn er algeng sjón á mörgum heimilum og hafa þeir verið til allt frá miðöldum....

Lestu meira →