Afhendingarskilmálar

Viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og móttakandi STAÐFESTIR að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eða ekki. Farið er yfir texta og myndir.

Að hætta við pöntun

Allt að 3 dögum fyrir afhendingu vörunnar getur viðskiptavinur hætt við pöntun og fengið endurgreitt.

Hringdu í síma 510-2300 á opnunartíma:

  • mánudaga til fimmtudaga milli kl. 8 og 16
  • föstudaga milli kl. 8 og 14

Ef hætta á við pöntun með afhendingu á mánudegi verður að afpanta fyrir kl. 13.30 á föstudegi.

Afhendingarskilmálar

Viðskiptavinur sækir pöntun til okkar á Blikastaðaveg 2 á umsömdum tíma.
Ath. að heimsending er ekki í boði.

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina.

Viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og móttakandi STAÐFESTIR að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eða ekki.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Þjónustuskilmálar

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Venjulega er afgreiðslufrestur 2-3 sólarhringar en hann getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja hvaða klukkustund varan er sótt til okkar í Tertugalleríið á Korputorgi, Blikastaðavegi 2, 112 Reykjavík.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir í pöntunardagatalinu.

Verð í vefversluninni er með 11% virðisaukaskatti. Tertugalleríið áskilur sér rétt að fella niður pantanir, til dæmis vegna villu sem leiðir til rangra verðupplýsinga, eða hætta við að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis eða með tölvupósti.

Nánar um afgreiðslutíma Tertugallerísins

Lög og varnarþing

Með greiðslu er pöntun vöru staðfest og fyrrgreindir skilmálar Tertugallerísins samþykktir. Skilmálarnir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.