Fréttir — skírnarveisla

Ævintýralega góðar makkarónukökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ævintýralega góðar makkarónur fyrir öll tækifæri og gleðistundir Fáir vita að uppruna makkarónukökunnar má rekja aftur til 8. aldar og að upprunaland hennar er Ítalía. Það var einka-konditor drottningarnarinnar Catherine de Medici, sem kom þeim fyrir sjónir Frakka á endurreisnartímanum, á ferðalagi drottningarinnar. Í dag eru makkarónurnar eitt af þjóðartáknum Frakklands og eru vinsælar um allan heim, þar er Ísland engin undantekning. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónur sem eru tilvaldar fyrir þitt einstaka tilefni og gleðistundir. Makkarónurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.  Við...

Lestu meira →

Tertugallerí er futt á Korputorg

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

 Verið velkomin á Korputorg, nýjan afhendingarstað Tertugallerísins. Tertugallerí er flutt í nýtt og rúmgott húsnæði á Korputorg en þar verður nóg um bílstæði og allt aðgengi betra. Við hlökkum til að að taka á móti gömlum og nýju viðskiptavinum á nýjum afhendingarstað! Verið velkomin!Pantanir sem eru til afgreiðslu eftir 31. maí munu vera afhentar í nýrri afgreiðslu Tertugallerís á Korputorgi, Blikastaðavegi 2, Reykjavík.

Lestu meira →

Makkarónur er ljúf og sæt hamingja í einum bita

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Loksins getum við hjá Tertugallerí kynnt með stolti nýjar litríkar og gómsætar makkarónur. Makkarónur sem fylla sál þína með ljúfri og sætri hamingju í einum bita. Þegar flestir heyra orðið makkarónur hugsa margir um franskar og breskar hefðarfrúr og vel skreytt konungleg hlaðborð með fallegum litríkum og girnilegum makkarónum. Nýttu þér tækifærið og gerðu þitt eigið konunglega hlaðborð og bjóddu þeim sem þér þykir vænt um í töfraheim fylltann af skrautlegum makkarónum. Makkarónurnar eru tilvaldar fyrir þitt eintaka tilefni, ferminguna, brúðkaupið, útskriftina, afmælið og í skírnarveisluna. Pantaðu eitthvað konunglegt í veisluna þína í dag.

Lestu meira →

Pukrast með nöfn barna fyrir skírn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast. Við skírnarathöfnina er barn tekið með formlegum hætti inn í samfélag kristinna manna. Þá tilheyrir að bjóða nánustu ættingjum og vinum til veislu til að fagna með nýjasta fjölskyldumeðliminum. Við hjá Tertugalleríinu getum létt undir með þér fyrir skírnina, láttu okkur sjá um veitingarnar, þú sérð um að finna nafnið á barnið.

Lestu meira →

Hvað á barnið að heita?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ertu að skíra? Skírnin er einn af fallegustu viðburðunum í lífi nýbakaðra foreldra enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita. Þetta er stór stund enda mun barnið bera nafnið um aldur og ævi. Foreldrar vilja bjóða upp á eftirminnilegt og fallegt góðgæti í skírnarveislunni. Kransakörfur og kransablóm eru upplagðar við þessi fallegu tilefni.

Lestu meira →