Fréttir — Til hamingju
Frídagur verslunarmanna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Í ár eru 129 ár síðan frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1894. Frídagur verslunarmanna er haldinn fyrsta mánudag í ágúst ár hvert og ber því ekki alltaf upp á sama degi mánaðarins. Upphaflega var frídegi verslunarmanna komið á af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og var ætlaður starfsfólki verslana að danskri fyrirmynd. Við hjá Tertugalleríinu sendum verslunarfólki og öðrum landsmönnum kveðju á þessum frídegi verslunarmanna, megi hann nýtast vel til góðra verka!
Hann á afmæli í dag!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Til hamingju með daginn í dag, öll þið sem fagnið honum. Afmælisbarn dagsins er Quentin Jerome Tarantino, sem fagnar 60 ára stórafmæli í dag. Tarantino (eins og hann er oftast nefndur) er bandarískur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur sem hefur átt mikillar velgengni að fagna á sínum ferli. Við hjá Tertugalleríinu vonumst þess að þið sem fagnið afmæli ykkar í dag fáið súkkulaðitertu í tilefni dagsins, því hjá okkur eru allir afmælisdagar súkkulaðidagar, sérstaklega þegar súkkulaðitertur eru bornar fram. Við vitum líka að bragðgóð og klassísk súkkulaðiterta gleður jafnt unga sem aldna, sama hvort sé verið að fagna afmæli eða góðum mánudegi...
- Merki: Afmæli, Ferskbakað, Súkkulaðiterta, Til hamingju, Tilefni, Þitt eigið tilefni