Fermingartímabilið er framundan

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar febrúar er að líða undir lok styttist í að fermingartímabilið hefjist. Hvort sem fermingarbarnið á heimilinu fermist í kirkju, borgaralega eða tekur siðmálum þá er alltaf um að ræða mikilvæg tímamót í lífi þess og fjölskyldunnar, þar sem tíðkast að slá upp veislu til að fagna með þeim sem standa fermingarbarninu nær.

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingartertur og aðrar veisluveigar á hagstæðu verði fyrir fermingarveislur. Við hjá Tertugalleríinu viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum.

Það er fátt vinsælla í fermingarveislum en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Tertugalleríið býður upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinkutúnfisk og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

Við höfum einnig frábært úrval af kokteilsnittum og tapassnittum sem eru hver annarri gómsætari og eru þægilegar til framreiðslu. Lágmarkspöntun eru sex snittur sömu tegundar og þær snittur sem við bjóðum upp á eru roastbeefsnittarækjusnittatapassnitta með tapas skinku og camembertostitapassnitta með hunangsristaðri skinku og piparostitapassnitta með hunangsristaðri skinku og paprikuosti og tapassnitta með salami og hvítlauksosti.

Hversu mikið magn á að panta?

Þegar kemur að því að reikna út hversu mikið magn þið þurfið að panta af veitingum er tekið tillit til þess hvernig veislu er verið að bjóða til.

Ef um er að ræða smáréttaveislu og brauðmeti er reiknað með um 2-3 skammta á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir réttir og 2-3 skammta af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.

Við mælum með því að þið skoðið úrvalið fyrir fermingarveisluna með fermingarbarninu og pantið tímanlega. Það er einstaklega hentugt að panta veisluveiga hjá okkur og þú sparar mikinn tíma í eldhúsinu fyrir undirbúning að þinni fermingarveislu. Skoðaðu úrvalið okkar hér og pantaðu strax í dag!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →