Tertuboð er tilvalin hugmynd á kjördegi!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Kjördagur í alþingiskosningum er mikilvægur dagur í okkar lýðræðislega samfélagi. Þetta er dagurinn þar sem þjóðin kemur saman til að kjósa um framtíðarstefnu landsins.

Af hverju ekki að bæta smá sætindum og gleði við þennan dag með því að halda tertuboð?

Að sameina fólk með tertuboði getur verið skemmtileg leið til að fagna lýðræðinu og gera kosningadaginn eftirminnilegan. Tertuboð er tilvalin leið til að hvetja fólkið í kringum okkur til að taka þátt í kosningunum og getur bragðgóð terta verð tákn um samstöðu og gleði. Tertan getur einnig orðið brú á milli ólíkra skoðana þar sem fólk kemur saman til að ræða málin í bragðgóðum anda.

Kosningar snúast ekki bara um tölfræði og stefnur, heldur snúast þær einnig um fólk. Að sameinast í tertuboði og njóta samveru minnir okkur á að við erum öll hluti af stærri heild og að skoðanaskipti og hlýlegt samfélag eru lykillinn að farsælu lýðræði.

Með því að halda tertuboð á kjördegi eða í aðdraganda kosninga getum við bætt gleði og samstöðu við þennan mikilvæga dag.

Þú færð ljúffengar tertur fyrir tertuboðið hjá Tertugalleríinu

Við hjá Tertugalleríinu mælum með Marengstertum okkar en þær þykja sérstaklega hentugar fyrir þá sælkera sem elska stökka áferð sem bráðnar í munni og veitir sælutilfinningu. Við bjóðum upp á þrjár mismunandi bragðtegundir af marengsbombum, hver annarri ljúffengari og einstaklega hentugar í tertuboðinu þínu.

Marengsbomban okkar er einstaklega falleg púðursykurmarengsterta með rjómafyllingu. Skreytt með marengsbitum, karamellu, súkkulaði og ferskum berjum. Marengsbomban fæst í 15 og 30 manna stærðum. Við hjá Tertugalleríinu heitum þér því að hún mun slá í gegn!

Hrísmarengsbomban okkar er 15 manna bomba úr tveimur lögum af púðursykursmarengs með hrískúlum og vanillurjóma með kokteilávöxtum á milli. Hrísmarengsbomban er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og toppuð með Nóa kroppi. Þessi bomba er algjör hamingju hvellur hjá þeim sem elska Nóa Kropp!

Banana- og kókosbomban er 15 manna marengsveisla. Þessi ljúffenga terta er í senn stökk og mjúk. Mýktin kemur úr kókossvampbotni með súkkulaði, rjóma og bönunum meðan stökki hlutinn inniheldur mulinn púðursykursmarengs með súkkulaðiganas. Þegar kemur að vinsældum banana- og kókosbombunnar á veisluborðinu skiptir aldurinn engu máli!

Góð súkkulaðiterta með nammi er vinsæl og kætir ávallt bragðlaukana. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar, henta flestum tilefnum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4x29cm) og 60 manns (58x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur.

Til að gera súkkulaðitertuna þína persónulegri er hægt að prenta mynd að eigin vali til að hafa á tertunni og það er líka hægt að setja texta á súkkulaðitertuna. Súkkulaðiterturnar okkar hafa bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og brúnu ljúffengu smjörkremi á kantinum. Það verður engin svikinn af bragðgóðu súkkulaðitertunum okkar. 

Okkar vinsæla franska súkkulaðiterta hentar ótrúlega vel í tertuboði. Þessi þétta, mjúka súkkulaðiterta er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum og er fyrir 15 manns.

Smástykki frá Tertugalleríinu eru ljúf og sæt hamingja í einum bita og frábær viðbót í tertuboðið þitt á kjördegi. Hægt er að velja úr mörgum bragðgóðum og dísætum smástykkjum sem slá alltaf í gegn og þess þá heldur fegra smástykkin öll veisluborð þar sem þau eru borin fram.

Það verður varla íslenskara en að bjóða upp á brauðtertu á kjördegi. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Á vefsíðu okkar eru óteljandi tertur og veitingar sem við teljum tilvaldar til að bjóða upp á í tertuboði til að fagna komandi alþingiskosningum. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantar tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef pöntun er einhverja hluta vegna ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →