Fagnaðu fullveldisdeginum með súkkulaðitertu og bollaköku með mynd af íslenska fánanum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
1.desember er fullveldisdagur Íslands og er einn mikilvægasti hátíðisdagur íslenskrar þjóðar. Fullveldisdagurinn markar tímamót í sjálfstæðisbaráttu landsins og viðurkenningu á fullveldi Íslands. Á þessum degi árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki eftir áratuga baráttu fyrir sjálfsstjórn og fullu sjálfstæði frá Danmörku. Þó Ísland hafi haldið áfram að vera í konungssambandi við Danmörku, þar sem danski konungurinn var enn konungur Íslands, gaf fullveldið Íslendingum aukin völd yfir eigin málum og lagði grunninn að fullkomnu sjálfstæði landsins árið 1944.
Fullveldisdagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og minnir á mikilvægi fullveldis, sjálfsákvörðunarréttar og sjálfstæðis. Hátíðir á þessum degi fela gjarnan í sér athafnir í skólum, opinberar athafnir og ræður leiðtoga landsins þar sem minnst er þeirra sem stóðu í baráttunni fyrir sjálfstæði. Dagurinn á sér einnig táknræna þýðingu fyrir þjóðarstolt og þjóðernisvitund Íslendinga.
Fullveldið var ekki bara táknræn sigur heldur lagði grunninn að því frelsi og sjálfstæði sem Ísland býr við í dag. Fullveldið tryggði Íslendingum rétt til að móta sín eigin lög, stjórna eigin auðlindum og koma á fót sjálfstæðri stjórnsýslu. Árið 1944 var lokasigurinn unninn þegar Ísland lýsti yfir stofnun lýðveldis og varð að fullkomlega sjálfstæðu ríki.
Fagnaðu fullveldisdeginum með súkkulaðitertu og bollaköku með mynd af íslenska fánanum
Góð súkkulaðiterta með nammi og mynd af íslenska fánanum er vinsæl og kætir ávallt bragðlaukana. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar, henta flestum tilefnum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4x29cm) og 60 manns (58x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur.
Súkkulaðiterturnar okkar eru með bragðgóðan súkkulaðitertubotn með súkkulaði, skreytt með M&M, hlaupböngsum og brúnu ljúffengu smjörkremi á kantinum.
Við bjóðum einnig upp á bollakökur með mynd af íslenska fánanum sem svíkja engan. Bollakökurnar eru með karamellubragði og hvítu smjörkremi og koma átta saman í kassa.
Það verður engin svikinn af bragðgóðu súkkulaðitertunum okkar né ljúffengu bollakökunum. Munið bara að panta tímanlega!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú býður upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Bollakaka með íslenska fánanum, Fullveldisdagurinn, Pantaðu tímanlega, Súkkulaðiterta með nammi og mynd, Þitt eigið tilefni