Tertugalleríið liðsinnir þér í fermingarundirbúningnum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þegar skipuleggja á fermingarveislu er mikilvægt að áætla rétt magn af veitingum. Það er auðvelt að panta of mikið eða of lítið, en með góðu skipulagi er hægt að tryggja að allir gestir fái nóg án þess að sitja uppi með mikið afgangs.
Fjöldi gesta er lykilatriði í áætluninni og einnig þarf að taka mið af því hvort boðið verður upp á heita eða kalda rétti, hve fjölbreytt veislan á að vera og hvort um er að ræða kaffihlaðborð, standandi boð eða smáréttaveislu.
Því er tilvalið að nýta sér þjónustu okkar hjá Tertugalleríinu til að auðvelda þér útreikningana og fyrirhöfnina á fermingardaginn.
Það er líka skemmtilegt að leyfa fermingarbarninu tilvonandi að vera með í ráðum og hafa áhrif á hvernig umgjörð veislunnar verður, því fermingardagurinn er ein af stóru stundunum í lífi hvers barns og hefur að geyma dýrmætar minningar.
Kaffihlaðborð
Ef fermingarbarnið vill hafa kaffihlaðborð með tertum og brauðréttum er gjarnan reiknað með 2-3 tertusneiðum á mann og er 1 terta um það bil 10-12 sneiðar. Af brauðmeti er reiknað með 2-3 skömmtum af brauðréttum á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir og 2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.
Það er alltaf gott að hafa sæta smábita með á veisluborðinu s.s. kleinur, makkarónukökur, bollakökur eða kransakökur o.þ.h. og þá er yfirleitt miðað við 1 sneið eða 1 bita á mann.
Standandi boð og smáréttarveisla
Veisluborð með úrvali smárétta á alltaf vel við og er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða hvað varðar veitingar og fallegt borðskraut sem gleður augað. Hjá Tertugalleríinu höfum við mikið úrval veitinga sem er hægt að nýta til skreytingar, en er á sama tíma bragðgóðar veitingar.
Þegar kemur að magni fyrir tveggja klukkustunda boð erum við að miða við u.þ.b. 12 -15 bita á mann ef um er að ræða pinnamat, en 10 bitar gætu dugað ef boðið er upp á eina tegund af tertu samhliða öðrum veitingum. Það er alltaf gott að hafa sæta bita með öðrum veitingum og ef þið kjósið að bjóða upp á konfektmola þá er reiknað með 2-3 molum á mann.
Ef brauðmeti er reiknað með smáréttunum er talað um 2-3 skammta á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir og 2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.
Þegar kemur að drykkjum má gera ráð fyrir 45 gr. af kaffi á móti 1 lítra af vatni í venjulega kaffivél en 70 gr. í lítra af vatni fyrir espressó kaffi. 1 lítri gefur 8 bolla og reikna skal 1-2 bolla á mann. Hvað öl og gos varðar er óhætt að reikna 2-3 glösum á mann, sem taka 2,5 dl. hvert.
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingartertur og aðrar veisluveigar á hagstæðu verði fyrir fermingarveislur. Við hjá Tertugalleríinu viljum endilega fá að liðsinna ykkur í undirbúningnum með því að létta undir og fækka verkefnum. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið fyrir fermingarveisluna með fermingarbarninu og pantið tímalega!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar fyrir ferminguna á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Hafðu í huga opnunartíma yfir páska og fermingartímabilið þegar þú pantar. Sjá nánar hér!
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.