Pantaðu tímanlega fyrir fermingarveisluna
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Fermingarveislan er stór stund í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar. Það er dagur sem á að vera fullur af gleði, samveru og góðum veitingum. Til að tryggja að allt gangi snurðulaust fyrir sig er mikilvægt að skipuleggja veitingarnar tímanlega og panta þær með fyrirvara.
Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar veislan er skipulögð og með því að panta veitingarnar tímanlega er hægt að minnka álagið og njóta dagsins betur. Tertugalleríið býður upp á fjölbreytt úrval af veitingum fyrir fermingarveislur, allt frá glæsilegum tertum og kökum til brakandi ferskra brauðrétta og smárétta.
Til að vera viss um að allt verði eins og þú vilt á fermingardaginn er ráðlegt að panta veisluveigarnar með góðum fyrirvara. Það tryggir ekki aðeins betra skipulag heldur líka að þú fáir nákvæmlega það sem þú óskar eftir fyrir þennan mikilvæga dag.
Fermingartertur
Við hjá Tertugalleríinu mælum sérstaklega með marsípantertunum okkar, þær eru jafn ljúffengar og þær eru glæsilegar og hægt er að prenta myndir á terturnar og setja á þær texta að eigin vali.
Marsípanterturnar eru með svampbotni, frómas-fyllingu og ávöxtum, prýddar fallegum sykur- og súkkulaðiskreytingum og eru fáanlegar í fjórum bragðtegundum; súkkulaði-frómas með kokteilávöxtum, jarðarberja-frómas með jarðarberjum, Irish Coffee-frómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daim-frómas með kokteilávöxtum.
Form og stærðir marsípanstertanna eru fjölbreyttar og er hægt að fá þær fyrir 25 manns (27,5x35,5 cm), 30 manns (29x40,5cm) og 40 manns (34,5x43,5 cm).
Kransakökur
Einnig er tilvalið að bjóða upp á kransaköku á alþjóðlega marsípandeginum. Kransakökur Tertugallerísins eru ljúffengar, fagurlega skreyttar og á sérstaklega góðu verði.
Við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af kransakökunni eins og ljúffenga og fallega skreytta sjö hringja kransakörfu fyrir 15 manns, eða öðruvísi 20 manna kransaskál skreytta með ferskum berjum og súkkulaði. Svo er það sígilda og reisulega 30 manna kransakakan sem skreytt er með hvítum glassúr, ferskum berjum og súkkulaðiskrauti.
Kransablóm Tertugallerísins hafa lengi verið vinsæl. Við eigum fjórar gerðir af kransablómum. Ein gerðin er með safaríkum jarðarberjum, önnur er með kokteilberjum, sú þriðja er með dökkum súkkulaðihjúp og fjórða kransablómið er með valhnetum. Þú getur einnig fengið litla kransabita sem koma 20 stykki saman í fallegum poka.
Brauðréttir
Það er fátt vinsælla í fermingarveislum en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Tertugalleríið býður upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku, túnfisk og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.
Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.
Með því að velja veisluveigar frá Tertugallerí fyrir fermingarveisluna tryggirðu gæði, ferskleika og fjölbreytni í veitingunum. Láttu veitingarnar verða hluta af eftirminnilegri fermingarveislu. Pantaðu tímanlega og tryggðu þér bragðgóða og vandaða veisluveiga sem gleðja alla gestina!
Við mælum með því að þið skoðið úrvalið fyrir fermingarveisluna og hafir í huga opnunartíma yfir páska og fermingartímabilið þegar þú pantar. Sjá nánar hér!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Hafðu í huga opnunartíma yfir páska og fermingartímabilið þegar þú pantar. Sjá nánar hér!
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Brauðréttir, BrauðréttirBrauðterta, Ferming, Ferming 2025, Fermingatrerta, kransablóm, kransakaka, kransakarfa, Kransaskál, Pantaðu tímanlega, rúllutertubrauð