Nú eru eflaust margir farnir að huga að undirbúningi fyrir fermingar barna sinna, enda um að gera að undirbúa fermingarveisluna vel. Við hjá Tertugalleríinu bökum tertur, kransakökur og annað bakkelsi fyrir þig. Skoðaðu úrvalið hjá okkur með fermingarbarninu og veldu veitingar sem allir kunna að meta.
Nú fer að líða að konudeginum og eins gott fyrir karlpeninginn að hefja undirbúning eigi síðar en strax ef vel á að takast til. Konudagurinn markar fyrsta dag Góu og þýðir að nú fer að styttast í vorið. Það er því sannarlega ástæða til að fagna.
Sífellt fleiri pör kjósa að gera eitthvað skemmtilegt saman, og jafnvel koma hvort öðru á óvart, á Valentínusardaginn. Daginn ber upp á 14. febrúar ár hvert, og verður því á sunnudegi þetta árið.
Það kunna flestir vel að meta góða gulrótartertu og við hjá Tertugalleríinu bökum mikið magn af þessum gómsætu tertum í hverri viku. Það átta sig ekki allir á því hvers vegna gulrætur eru notaðar í tertur. Við fyrstu sýn virðist engin sérstök ástæða fyrir því að nota þetta grænmeti í bakstur. Við vitum ástæðuna, og að hana má rekja aftur til miðalda.
Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast. Við skírnarathöfnina er barn tekið með formlegum hætti inn í samfélag kristinna manna. Þá tilheyrir að bjóða nánustu ættingjum og vinum til veislu til að fagna með nýjasta fjölskyldumeðliminum. Við hjá Tertugalleríinu getum létt undir með þér fyrir skírnina, láttu okkur sjá um veitingarnar, þú sérð um að finna nafnið á barnið.