Finndu réttu tertuna fyrir afmælisveisluna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það getur tekið á að undirbúa afmælisveislur, sérstaklega fyrir unga fólkið, sem getur verið gríðarlega kröfuhart á veitingar og veisluna almennt. Þá er gott að auðvelda sér verkið og fá bakarana hjá Tertugalleríinu til að baka afmælistertuna.

Það er alltaf hamagangur í öskjunni þegar halda skal upp á afmæli barnanna okkar. Það þekkja allir sem haldið hafa slík afmæli að þar er í mörg horn að líta. Það þarf að ákveða hvaða gestum verður boðið, útbúa boðskort, skipuleggja leiki, kaupa drykki og ýmsar veitingar. Og ekki má gleyma aðalatriðinu, afmælistertunni góðu.

Við bjóðum upp á ýmsar tegundir af tertum. Sumir kjósa tertur með prentuðum myndum á meðan aðrir hafa aðrar hugmyndir um hvað príða skal góða afmælistertu.

Góðar tillögur
Til að gera þreyttum foreldrum það auðveldara að finna réttu tertuna höfum við tekið saman nokkrar tillögur. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Inn á milli er svo gott að hafa eitthvað smærra sem passar með. Til dæmis kleinuhringi, eða gömlu góðu kleinurnar.

Kíktu á úrvalið og kláraðu málið með því að panta beint hér á vefnum okkar. Þú getur fest við mynd að eigin vali fyrir tertur með mynd, skrifað inn texta sem á að vera á tertunni og gengið frá greiðslu. Tertuna sækir þú svo á afmælisdaginn, það er opið hjá okkur alla daga vikunnar.


Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Í kringum fermingarnar getur verið mikið álag hjá okkur, og gott fyrir þá sem eru fljótir að ákveða sig að panta sem fyrst. Kynntu þér opnunartíma Tertugallerísins yfir fermingartímabilið 2016.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →