Styttist í fermingarveislurnar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þannÞað er talsverð list að baka góða kransaköku. Ekki bara þarf deigið að vera gott, heldur er líka talsverður vandi að setja tertuna saman. Með allt það sem þarf að gera fyrir fermingarveisluna er óþarfi að nota þetta tækifæri til að gera tilraunir með baksturinn. Það er miklu betra að láta fagmennina hjá Tertugalleríinu um baksturinn.

Það er mikilvægt að panta fermingarterturnar með eins góðum fyrirvara og hægt er. Á fermingartímabilinu í fyrra bárust okkur svo margar pantanir að við urðum að hætta að taka við fleiri pöntunum. Þá gildir gamla góða lögmálið; fyrstur kemur, fyrstur fær.

Skoðið úrvalið í vefversluninni
Við hvetjum því alla sem ætla að ferma þetta vorið að ákveða strax með fermingarbarninu hvaða tertur á að velja. Við afhendum nýbakaðar tertur alla daga vikunnar, og lengjum meira að segja opnunartímann hjá okkur yfir fermingartímabilið.

Við vitum að fermingarbörnin hafa lítinn áhuga á að kíkja í bakarí til að skoða tertur. Þess vegna eru allar okkar tertur í vefversluninni okkar. Það þarf ekki að fara á staðinn og skoða. Þú getur kíkt í vefverslunina, valið réttu terturnar, í réttu stærðunum, skellt með öðru bakkelsi eins og kleinunum góðu og greitt fyrir hvort sem er með kredit- eða debetkorti.

Til að auðvelda þér og fermingarbarninu valið höfum við tekið saman margar af vinsælustu tertunum hjá fermingarbörnum þessa lands á einn stað. Kíktu á úrvalið, en mundu að það er fleira í boði, þú getur skoðað allar terturnar með því að smella á borðann efst á síðunni. Þú getur líka skoðað fermingarbæklinginn okkar til að fá hugmyndir.

Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Í kringum fermingarnar getur verið mikið álag hjá okkur, og gott fyrir þá sem eru fljótir að ákveða sig að panta sem fyrst. Í fyrra náðum við ekki að anna eftirspurn, svo þá gildir að panta sem fyrst svo hægt sé að taka við pöntuninni.

Kynntu þér opnunartíma Tertugallerísins yfir fermingartímabilið 2016.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →