Konunglega kransakakan ómissandi

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Kransakökur hafa verið miðpunkturinn á veisluborðum Íslendinga lengi, sérstaklega í fermingarveislum. Þessar dásamlegu og fallegu kökur eru ekki íslensk uppfinning, heldur koma þær hingað til lands frá Danmörku, eins og svo margar aðrar hefðir.

Kransakökur eru bakaðar úr marsípani, sykri og eggjum. Búnar eru til pylsur úr deiginu og hringir úr pylsunum. Hver hringur er svo hafður aðeins minni en sá sem á undan kom svo þegar kakan er sett saman verður úr falleg strýta sem allir þekkja.

Í Skandinavíu hafa kransakökur verið bakaðar í árhundruð, að minnsta kosti frá 18. öld. Erfitt er að segja til um hvenær siðurinn barst hingað til lands, en heimildir frá árinu 1907 sýna að þegar Friðrik VIII Danakonungur konungur heimsótti Akureyri var haldin veisla honum til heiðurs með veitingum sem honum ættu að hafa verið kunnulegar: „Í templarahúsinu var veitt kampavín, kransakaka og vindlar," segir í blaðinu Ingólfi, sem kom út 18. ágúst 1907.

Kampavín og vindlar ekki við hæfi
Við hjá Tertugalleríinu leggjum ekki til að fetað verði í fótspor Akureyringa árið 1907 og boðið upp á kampavín og vindla í fermingarveislum landsmanna, en kransakökurnar eru jafn ómissandi og þær voru þegar Danakonungur heimsótti landið fyrir rúmum 100 árum síðan.

Við bjóðum bæði upp á samsettar og skreyttar kransakökur og ósamsettar fyrir þá sem vilja setja saman sjálfir, eða þurfa jafnvel að ferðast með terturnar út fyrir höfuðborgarsvæðið. Við bjóðum líka upp á kransakörfur og kransablóm fyrir þá sem kjósa það heldur. Skoðaðu úrvalið af kransakökum á síðu Tertugallerísins. Þú getur pantað og gengið frá greiðslu í vefversluninni okkar.

Þegar ferming stendur fyrir dyrum er gott að geta fengið allar veitingar á einum stað. Við höfum tekið saman margar af vinsælustu tertunum fyrir fermingarveislurnar á einn stað. Kíktu á úrvalið, en mundu að það er fleira í boði, þú getur skoðað allar tertur sem við bjóðum upp á með því að smella á borðann efst á síðunni. Skoðaðu líka fermingarbæklinginn okkar til að fá góðar hugmyndir fyrir veisluna.

Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Í kringum fermingarnar getur verið mikið álag hjá okkur, og gott fyrir þá sem eru fljótir að ákveða sig að panta sem fyrst. Í fyrra náðum við ekki að anna eftirspurn, svo þá gildir að panta sem fyrst svo hægt sé að taka við pöntuninni.

Kynntu þér opnunartíma Tertugallerísins yfir fermingartímabilið 2016.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →