Gleðilega páska!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugallerí óskar þér og þínum gleðilegra páska. Páskarnir eru mesta hátíð kirkjuársins hjá flestum kristnum kirkjudeildum. Kristnir menn trúa því að Jesús hafi verið krossfestur á föstudeginum langa og risið upp frá dauðum á þriðja degi.

Í fornum heimildum er talað um að páskahátíðin hafi verið orðin föst í sessi á annarri öld eftir Krist. Það var þó heldur á reiki fyrst um sinn hvenær fagna ætti páskum þar til akveðið var á kirkjuþinginu í Níkeu árið 325 hvernig ákveða ætti dagsetningu páska ár hvert.

Þó Íslendingar séu kristin þjóð verður eflaust flestum hugsað til páskaeggja og frídaga með fjölskyldunni en píslarsögu Krists þegar páskarnir nálgast. Margir nota tækifærið og fara í sumarbústað, eða hitta fjölskyldu og vini heima fyrir.

Eigðu eitthvað gott með kaffinu
Ef ætlunin er að bjóða í kaffi og kökur er auðvitað nauðsynlegt að eiga eitthvað gott með kaffinu. Tertugalleríið býður upp á mikið úrval af tertum sem eru fullkomnar á páskum.

Þar sem mikið er um fermingar á þessum tíma árs er þó vissara að panta sem allra fyrst ef þú vilt leyfa okkur að baka fyrir þig tertu sem þú getur sótt um páskana. Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Í kringum fermingarnar getur verið mikið álag hjá okkur, og gott fyrir þá sem eru fljótir að ákveða sig að panta sem fyrst. Í fyrra náðum við ekki að anna eftirspurn, svo þá gildir að panta sem fyrst svo hægt sé að taka við pöntuninni.

Kynntu þér opnunartíma Tertugallerísins yfir fermingartímabilið 2016.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →