Feðradagurinn er sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi. Þetta er fallegur dagur í lífi feðra. Það er fátt betra en að bjóða pabba sínum í kaffi á þessum degi og gleðja hann með fallegri tertu eða öðru meðlæti frá Tertugalleríinu. Þú getur valið úr ýmsum veislukostum fyrir föður þinn hjá Tertugalleríinu.
Mikið er um að vera næstsíðustu helgina í október. Þá er haustfrí gefið í mörgum skólum landsins í tilefni af því að vetur konungur er að koma í heimsókn. Fyrsti vetrardagur er nefnilega laugardaginn 24. október næstkomandi. Það er upplagt að fagna komu vetrar með tertu eða öðru góðgæti frá Tertugalleríinu með kaffinu um helgina.
Október er bleikur mánuður, en þá fer fram árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands. Átakið nær hámarki föstudaginn 16. október en þá er bleiki dagurinn. Þú getur pantað frábæra og gómsæta bleika tertu hjá Tertugalleríinu með bleika kaffinu í tilefni af Bleika deginum. Bjóddu samstarfsfólki þínu eða viðskiptavinum upp á bleika tertu á bleika daginn.
Október er bleikur mánuður en þá blæs Krabbameinsfélag Íslands gegn krabbameini hjá konum. Bleiki liturinn er áberandi í mánuðinum. Bakarameistarar Tertugallerísins hafa búið til tvær tertur fyrir þá sem vilja halda bleik boð allan ársins hring. Bleiku terturnar henta líka vel fyrirtækjum sem vilja gleðja viðskiptavini og starfsfólk sitt nú í október.
Þeir sem hafa séð að baki ættingum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin. En þeir þekkja líka allt umstangið sem getur fylgt því að fylgja ástvininum síðasta spölinn. Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju.