Það er fallegur og góður siður að koma saman og minnast vina og ættingja sem fallið hafa frá með fallegri erfidrykkju eftir að ástvinurinn hefur verið lagður til hinstu hvílu. Tertur og annað bakkelsi frá Tertugalleríinu auðvelda aðstandendum að bjóða upp á gómsætar veitingar með lágmarks fyrirhöfn.
Nú styttist í bóndadaginn og vissara fyrir eiginkonur og kærustur að hefja þegar undirbúning. Á þessum fyrsta degi þorra hefur orðið til sá skemmtilegi siður að konur gefi bónda sínum blóm og geri vel við hann með mat og drykk. Þar sem stutt er frá jólum gæti gulrótaterta passað vel með kaffinu á bóndadaginn.
Nú er árið 2015 senn á enda og landsmenn margir farnir að huga að nýju ári. Starfsfólks Tertugallerís Myllunnar þakkar landsmönnum fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða og óskar þér farsældar á árinu 2016.
Fátt er skemmtilegra á vinnustöðum en þegar starfsfólkinu er óvænt boðið upp á tertu inni á kaffistofu. Komdu starfsfélögunum á óvart og pantaðu tertu hjá Tertugalleríinu. Jólastjarna Tertugallerísins er vinsæl á aðventunni og kemur öllum í hátíðarskap.
Nú líður senn að jólum. Afgreiðslu- og pantanatími Tertugallerísins breytist yfir stórhátíðirnar. Lokað er á aðfangadag og fram yfir sunnudaginn 27. desember. Lokað er líka á gamlaársdag og nýársdag. Pantanir í vefverslun Tertugallerísins taka mið af þessum breytta tíma.