Hæ, hó og jibbý jei!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er 17. júní handan við hornið. Þá gerum við okkur glaðan dag og fögnum lýðveldinu. Flestir gera sér ferð niður í bæ og fylgjast með skemmtiatriðum, kaupa kannski blöðru og kandífloss og sýna sig og sjá aðra. Við mælum með að heimilishundurinn sé skilinn eftir heima, rétt á meðan, enda verða þeir margir stressaðir og hræddir í slíkum mannfjölda. Þegar heim er komið er svo frábært að bjóða til 17. júní kaffis - jafnvel með gómsætri hnallþóru frá Tertugallerí. Afgreiðslan okkar er opin milli kl. 10 og 12 á sjálfan þjóðhátíðardaginn en til að geta fengið tertuna afgreidda þá þarf að panta fyrir kl. 14 miðvikudaginn 15. júní.

Dagskrá hátíðahaldanna er víðast hvar hefðbundin. Í Reykjavík hefjast hátíðarhöldin að morgni með klukknaslætti í kirkjum og svo eru hátíðarhöld á Austurvelli þar sem lagður er blómsveigur að minnismerkinu um Jón Sigurðsson. Fjallkonan flytur ávarp sitt að venju og alltaf ríkir eftirvænting um hver fer í hlutverk hennar. Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagatorgi og Hlemmi og svo hefst dagskrá víða í miðbænum.

Þeir sem vilja panta sér tertu, eða aðrar kaffiveitingar hjá Tertugalleríi, geta skoðað þessa síðu, en þar höfum við raðað saman ýmsum veitingum sem við teljum tilvaldar fyrir kaffiboðið á þjóðhátíðardaginn. En ekkert er heilagt í þessum efnum, skoðaðu síðuna okkar og veldu það sem þig langar í. Mundu bara að vera tímanlega í því. Ekki er hægt að panta eftir kl. 14:00, miðvikudaginn 15. júní.

Tertugallerí óskar landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar!


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →