Valentínusardagurinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Komdu á óvart á Valentínusardaginn með ómótstæðilegri marengstertu

 

Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni og haldinn hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Það hefur lengi verið hefð á þessum degi að senda þeim sem við elskum eða þykjum sérstaklega vænt um gjafir á borð við blóm, kökur og konfekt og láta valentínusarkort fylgja með.

Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar. Í löndum þar sem ekki er löng hefð fyrir því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan hafa bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp, líkt og má kannski sjá á Íslandi.

Við hjá Tertugalleríinu vitum að það er alltaf ánægjulegt að koma nákomnum vinum og vandamönnum á óvart og er tilvalið að nýta tækifærisdaga líkt og Valentínusardaginn, og fylgja hefðum hans. Við hjá Tertugalleríinu mælum með því að þú komir ástvinum þínum á óvart með fallegri og ljúffengri marengstertu. Marengstertur eru eftirlæti margra sælkera sem elska stökka áferðina sem síðan bráðnar í munninum og gefur sætt bragð og sælutilfinningu. Hjá okkur færðu klassíska marengsbombu, hrísmarengsbombu og banana- og kókosbombu.

Það er tilvalið að tileinka marengstertunni ástinni, vináttunni og Valentínusardeginum, en við erum líka með frábært úrval af öðrum sælkeravörum sem gleðja, eins og ómótstæðilegar marsípantertur, nýbakaða kleinuhringi, gómsæt kransablóm, litríkar makkarónur, margvísleg smástykki og vinsælu bollakökurnar.

Munið bara að gleyma ekki valentínusarkortinu!!


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →