Fermingarveisla - Hversu mikið magn á að panta?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Líkt og kom fram í okkar fyrstu fermingarfærslu á þessu ári þá vitum við hjá Tertugalleríinu að það getur verið krefjandi að halda fermingu, enda í mörg horn að líta og gott er að viðhafa skipulag.

Við viljum halda áfram að leiðbeina ykkur í undirbúningnum til að auðvelda ykkur fyrirhöfnina á fermingardaginn. Að þessu sinni tökum við til umfjöllunar áætlað magn fyrir veitingar í veislum, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta.

Við gerum ráð fyrir því annars vegar að fæstir vilja lenda í því að hafa ekki nóg af veitingum á veisluborðinu og hins vegar getur verið jafn óheppilegt að sitja uppi með mikið magn af afgöngum. Því er tilvalið að nýta sér þjónustu okkar hjá Tertugalleríinu til að auðvelda þér útreikningana og fyrirhöfnina á fermingardaginn.

Kaffihlaðborð

Við hjá Tertugalleríinu segjum alltaf að það er mjög mikilvægt að leyfa fermingarbarninu tilvonandi að vera með í ráðum og hafa áhrif á hvernig umgjörð veislunnar verður, því fermingardagurinn er ein af stóru stundunum í lífi hvers barns og hefur að geyma dýrmætar minningar.

Ef t.d. fermingarbarnið vill hafa kaffihlaðborð með tertum og brauðréttum er gjarnan reiknað með 2-3 tertusneiðum á mann og er 1 terta um það bil 10-12 sneiðar. Af brauðmeti er reiknað með 2-3 skömmtum af brauðréttum á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir og  2-3 skömmtum af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.

Það er alltaf gott að hafa sæta smábita með á veisluborðinu s.s. kleinur, makkarónukökur, bollakökur eða kransakökur o.þ.h. og þá er yfirleitt miðað við 1 sneið eða 1 bita á mann.

Pantaðu tímanlega

Við erum hér fyrir þig og þína fermingarveislu og mælum með því að þið pantið tímalega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →