Gerðu afmælið ógleymanlegt

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er alltaf gaman að geta fagnað stórum og smáum áföngum í lífinu eða í rekstri fyrirtækja með myndatertu. Ekki skiptir hvort um er að ræða sex ára afmælisbarn eða fyrirtæki sem fagnar nýrri farþegaþotu í flota sinn. Það er alltaf tækifæri til að fá sér myndatertu frá Tertugalleríinu.

Hvort sem fagna á stórafmæli í stórum hópi fólks eða halda veislu í litlum hópi þá er terta frá Tertugalleríinu tilvalin á veisluborðið.

Terturnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Helstu hindranirnar eru ímyndunaraflið en viðskiptavinir eru óhræddir við að segja frá hugmyndum sínum. Við hjálpum þeim síðan við að útfæra tertuna.

Mörgum börnum þykir gaman að afmælistertum með myndum á sem þau hafa sjálf valið. Það er lítið mál að útfæra slíka tertu. Það eina sem þið þurfið að gera er að velja nammitertu með mynd og sælgæti og senda okkur þá mynd á vefsíðunni okkar sem barnið ykkar hefur valið til að setja á tertuna. Við prentum myndina síðan á sykurmassa sem gerir afmælistertuna afar gómsæta og mjög krakkavæna.

Við getum skrifað texta á tertuna sem er eftir þínu höfði. Ein slík með mjög skemmtilegri áletrun vakti heilmikla athygli seint í maí.

Pantið með fyrirvara
Þegar þið pantið tertu hjá okkur þá er mikilvægt að panta með fyrirvara. Undir venjulegum kringumstæðum þarf að panta 2-3 dögum áður en áætlað er að sækja tertuna. Afgreiðslutíminn getur svo orðið lengi á álagstímum.

Verði ykkur að góðu!


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →