Fréttir — mynd

Bollakökur með mynd henta við flest tilefni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það þarf ekki alltaf sérstakt tilefni til að fá sér eitthvað gott með kaffinu. Það getur verið sérstaklega gaman að bjóða upp á bollakökur, hvort sem er heima við, í sumarbústaðnum eða í kaffinu í vinnunni. Það toppar fátt gómsætt karamellubragðið með smjörkreminu á bollakökunum frá okkur í Tertugalleríinu. Verðið mun koma þér á óvart.

Lestu meira →

Jólastjarnan breytist í frábæra Frozen-tertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Jólastjörnurnar, jólatertur Tertugallerísins, hafa heldur betur slegið í gegn á aðventunni. Hægt er að prenta hvaða mynd sem hentar á terturnar og hafa skarpskyggnir viðskiptavinir þegar uppgötvað að snjókornin á köntunum á Jólastörnunum henta einstaklega vel með myndum af persónunum úr Frozen-teiknimyndinni.

Lestu meira →

Afmæliskökur slógu í gegn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Talið er að rúmlega tvö þúsund manns hafi komið og snætt súkkulaðitertur sem Tertugalleríið bauð upp á í tilefni af 130 ára afmæli Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg á fjölskyldudegi safnsins á laugardag. Þetta er um fjórfalt fleiri gestir en venjulega sækja Listasafnið en alla jafna eru gestirnir í kringum 600 um helgar.

Lestu meira →

Listasafn Íslands býður þjóðinni upp á tertur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Listasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli á þessu ári. Haldið verður upp á daginn á sérstökum fjölskyldudegi í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg laugardaginn 18. október. Tertugalleríið hefur af þessu tilefni búið til tertur með listaverkum eftir nokkra meistara íslenskrar myndlistarsögu. Boðið verður upp á terturnar í Listasafninu klukkan 13.

Lestu meira →

Nýjar kökur í barnaafmælið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Blásið hefur verið til veislu í tilefni af afmælum í mörg þúsund ár. Talið er að Eyptar hafi fyrst haldið afmæli í kringum 3.000 F. Kr. sem í þá tíð vísaði til krýningar faraós en ekki fæðingar hans. Nú eru komnar á markaðinn tvær nýjar afmælistertur frá Tertusmiðjunni sem henta vel í barnaafmæli.

Lestu meira →