Jólastjarnan breytist í frábæra Frozen-tertu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Jólastjörnurnar, jólatertur Tertugallerísins, hafa heldur betur slegið í gegn á aðventunni. Hægt er að prenta hvaða mynd sem hentar á terturnar og hafa skarpskyggnir viðskiptavinir þegar uppgötvað að snjókornin á köntunum á Jólastörnunum henta einstaklega vel með myndum af persónunum úr Frozen-teiknimyndinni.
Aðventan er sá tími ársins sem margir vilja gera sér glaðan dag með vinum og vinnufélögum og gæða sér á einhverju gómsætu. Jólastjörnur Tertugallerísins henta sérlega vel fyrir hópa. Það er skemmtilegt fyrir fyrirtæki sem vilja senda viðskiptafélögum gjafir til að gleðja starfsmenn að senda eina eða fleiri Jólastjörnur á kaffistofuna.
Snjókornin á köntunum á Jólastjörnunum eru afar skemmtileg og bragðgóð skreyting. Þau henta ekki bara vel á hefðbundnar jólatertur, heldur eru þau tilvalin á tertur með prentuðum myndum af persónunum úr hinni geysivinsælu Frozen-teiknimynd.
Smávaxið áhugafólk um teiknimyndina veit fátt flottara en fína Frozen-köku og hafa bakarar okkar hjá Tertugalleríinu bakað ófáar tertur með þeim Elsu, Önnu, Kristjáni, Hreindýrinu Sveini og snjókallinum Ólafi. Foreldrar og aðrir sem senda okkur Frozen-myndir til að prenta á afmælistertur geta beðið um að fá snjókornin góðu sem skraut á kantana til að fullkomna afmælistertuna.
Deila þessari færslu
- Merki: afmæli, fyrirtækjatertur, mynd, súkkulaðiterta, þitt tilefni