Afmæliskökur slógu í gegn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Talið er að rúmlega tvö þúsund manns hafi komið og snætt súkkulaðitertur sem Tertugalleríið bauð upp á í tilefni af 130 ára afmæli Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg á fjölskyldudegi safnsins á laugardag. Þetta er um fjórfalt fleiri gestir en venjulega sækja Listasafnið en alla jafna eru gestirnir í kringum 600 um helgar.

Afmælisfagnaður Listasafnsins um helgina hófst á laugardag klukkan 11:30 og var gestum boðið upp á leiðsögn um sýninguna Spor í sandi með æskuverkum Sigurjóns Ólafssonar. Tertur sem bakarar Tertugallerísins höfðu búið til með myndum á úr eigu Listasafnsins voru bornar fram klukkan 13. Röð myndaðist við tertuboðið sem var við inngang Listasafnsins og var hún stöðug til klukkan hálf sex síðdegis. Þá var um hálftími liðinn frá því safnið lokar alla jafna.

Þrátt fyrir mikinn gestagang á Listasafninu á laugardag var afgangur af tertunum. Fjöldi gesta kom í heimsókn daginn eftir enda var ókeypis aðgangur að safninu í tilefni afmælisins um helgina. Gestum á sunnudeginum var boðið upp á þær tertur sem eftir voru þótt það hafi ekki verið auglýst sérstaklega og vakti það mikla lukku.

Á terturnar sem Tertugalleríið bauð upp á í tilefni af afmæli Listasafnsins voru prentaðar tíu myndir úr eigu safnsins eftir þjóðþekkta listamenn allt frá Bertel Thorvaldsen til þeirra Finns Jónssonar og Guðmundu Andrésdóttur. Terturnar með myndunum á vöktu mikla athygli á meðal gesta Listasafnsins.  

Tertugalleríið hefur lengið bakað tertur fyrir hin ýmsu tilefni, hvort heldur eru afmæli barna eða fullorðinna eða vegna annarra merkisviðburða. Hægt er að prenta nánast hvaða mynd sem er á sykurmassa ofan á tertur og skreyta þær á ýmsa vegu, svo sem smarties eða lakkrís fyrir sælkera og aðra nammigrísi. Hægt er að hringja í okkur í síma 510-2300 eða senda pöntun í tölvupósti á tertugalleri@tertugalleri.is.

Sömuleiðis er hægt að skoða hvaða tertur Tertugalleríið býður upp á og fyrir hvaða tilefni.

Skoðaðu úrvalið af afmæliskökunum hjá Tertugalleríinu. Þú getur líka pantað þína eigin tertu.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →