Súkkulaðiterta slær alltaf í gegn

Útgefið af Erla Björg Eyjólfsdóttir þann

Hvort sem fagna á stórafmæli eða halda litla veislu þá er súkkulaðiterta frá Tertugalleríinu alltaf tilvalin á veisluborðið þitt. Góð súkkulaðiterta er vinsæl hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni og fær ávallt bragðlaukana til að kætast.

Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar, henta flest öllum tilefnum og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58 x39cm). Þá er jafnvel hægt að sérpanta enn stærri tertur. Skreytingarnar eru fjölbreyttar og þú getur líka látið prenta myndir og setja þinn eigin texta á súkkulaðitertuna.

Þú finnur einnig aðrar fjölbreyttar og ljúffengar tertur hjá Tertugalleríinu við þitt hæfi eins og marengstertur, marsípantertur, sykurmassatertur, bókartertur og kransakökur. Skoðaðu úrvalið og finndu tertuna þína fyrir þitt eigið tilefni.

 

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig bjóðið þið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →