Gulrótartertan þín

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það mótmæla því fáir að fá nýbakaða og ferska gulrótartertu með kaffinu. Fersk og nýbökuð gulrótarterta er vinsæl hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni og fær ávallt bragðlaukana til að kætast.

Gulrótartertan frá Tertugalleríinu er ljúffeng og svo bragðgóð að ómögulegt er að standast hana. Gulrótartertan er sígild terta sem hentar flestum tilefnum og er iðulega eftirlæti margra sælkera.

Gulrótartertan okkar er gerð úr gulrótartertubotni, rjómaostakremi og er fallega skreytt með appelsínugulum súkkulaðispæni og kemur í ýmsum stærðum og útfærslum.

Gulrótaterturnar okkar eru sívinsælar, því þær eru bragðgóðar og þétt áferðin fellur mörgum í geð. Hægt er að panta 15 manna gulrótartertu, en einnig í stærri sölueiningum og kemur tertan skorin í sneiðar og tilbúin beint á veisluborðið þitt. Hægt að skera tertuna í 40, 60 og 80 sneiðar.

Þar að auki bjóðum við upp á frískandi gulrótarbita með ostakremi, sem koma 40 stykki saman í kassa.

 

Skoðaðu endilega úrvalið hjá okkur. Þú finnur aðrar fjölbreyttar og ljúffengar tertur hjá Tertugalleríinu við þitt hæfi eins og súkkulaðitertur, marengstertur, marsípantertur, sykurmassatertur, bókartertur og kransakökur.

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig bjóðið þið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →