Bjóddu upp á franska súkkulaðitertu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er alltaf tilefni til að gera sér glaðan dag og fagna hversdagsleikanum eða einhverju sérstöku sem liggur þér eða þínum á hjarta.

Við hjá Tertugalleríinu fögnum súkkulaðinu og þá sérstaklega okkar vinsælu frönsku súkkulaðitertu sem hentar flestum tilefnum. Þessi þétta, mjúka súkkulaðiterta er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum og er fyrir 15 manns.

Kynntu þér frábært úrval af tertum og kökum ásamt öðrum veisluföngum hjá okkur í Tertugalleríinu. Ef þig vantar fleiri útgáfur að súkkulaðitertum en þeirri frönsku, skoðaðu endilega á heimasíðunni okkar þær sígildu súkkulaðitertur sem þar eru að finna.

 

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði og við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig bjóðið þið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar veisluveigar eru pantaðar!

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →