Frábærar viðtökur á litlu kleinuhringjunum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Litlu kleinuhringirnir okkar hafa vægast sagt fengið frábærar viðtökur en þessi hringlaga dásemd hefur svo sannarlega slegið í gegn. Þessir litríku og bragðgóðu kleinuhringir henta við öll tilefni, hvort sem það er í barna- eða fullorðinsafmælið, steypiboðið, í hádegisverðinn eða veisluna.

Litlu kleinuhringirnir eru afskaplega krúttlegir en þú getur valið um fimm mismunandi bakka af litlum keinuhringjum. Um er að ræða litla kleinuhringi með brúnum glassúr og nammi, karamelluglassúr og nammi, og síðan karamelluglassúr og brúnum glassúr. Einnig er hægt að fá litla kleinuhringi eingöngu með brúnum glassúr og eingöngu með karamelluglassúr.

Þú slærð auðveldlega í gegn með litlum kleinuhringjum. Nýttu tækifærið og bjóddu upp á gullfallega litla kleinuhringi í næsta hitting. 

Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →