Vinsælasta terta Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Afmælisterta með nammi, texta og mynd er vinsælasta terta Tertugallerísins. Þessi dásamlega terta er með súkkulaðitertubotni, skreytt með gómsætu brúnu smjörkremi, lakkrís, M&M og ávaxtahlaupi. Hægt er að fá Afmælistertuna í 15, 30 og 60 manna stærðum. Einnig er hægt að velja um fjórar stærðir af myndum til að setja á tertuna en þú velur myndina og við prentum myndina á sykurmassann.
Hafðu í huga að það þarf ekki að eiga afmæli til þess að fá sér Afmælistertuna, settu mynd af uppáhalds fótboltaliðinu þínu eða sláðu í gegn í gæsuninni með góðri mynd af verðandi brúður. Það er um að gera að nýta sér tilefnin, því nú styttist aldeilis í Hinsegingönguna og þá er tilvalið að setja regnbogafánann á tertuna. Það skiptir ekki máli hvert tilefnið er, það er alltaf hægt að finna mynd á tertuna sem lýsir þema veislunnar.
Nýttu tækifærið og gerðu veisluna skemmtilegri með ljúffengri tertu með áprentaðari mynd.

Skoðaðu úrvalið okkar af tertum með áprentuðum myndum hér >>

Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →