Fagnaðu afmælinu með veitingum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Öll afmæli eru stórafmæli hjá Tertugalleríinu. Það skiptir ekki máli hvort að þú sért 5 ára eða fimmtugur, okkar er ánægjan að gera afmælisveisluna þína aðeins auðveldari.
Fyrir fullorðinsafmæli mælum við með tapas- og kokteilsnittunum okkar en þær slá alltaf rækilega í gegn. Litríka Marengsbomban og Franska súkkulaðikakan okkar eru einstaklega fallegar en þær fara báðar vel með kransaskálinni okkar sem setur punktinn yfir i-ið á veisluborðinu.
Við hjá Tertugalleríinu erum með fjöldan allan af afmælistertum fyrir alla aldurshópa. Súkkulaði Afmælistertan okkar er fullkomin fyrir barnaafmæli en tertuna er hægt að fá með nammi, með nammi og texta en einnig með nammi, texta og mynd. Gómsætu brauðterturnar okkar eru tilvaldar í afmælisveisluna, enda oftar en ekki fyrstar að klárast í öllum boðum. Við bjóðum upp á 6 mismunandi tegundir af brauðtertum en þar á meðal má að sjálfsögðu finna vegan valkosti. Toppaðu veisluna að lokum með litlum og litríkum kleinuhringjum en þessi stórkostlega nýjung hefur vægast sagt slegið í gegn.
Öll höfum við nóg að gera, auðveldaðu þér fyrirhöfnina og njóttu veislunar með fólkinu þínu og bragðgóðum veitingum frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →