Fagnaðu Þréttándanum með veitingum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þrettándinn er tilvalin afsökun til að bjóða fjölskyldu og vinum í kaffi. Nýttu tækifærið og auðveldaðu þér fyrirhöfnina með því að panta allar veitingarnar þínar frá Tertugalleríinu.

Við kynntum á dögunum enn eina nýjungina í smurbrauðsfjölskylduna okkar. Gullfalleg og gómsæt rúllutertubrauð með skinku og aspas fyllingu og pepperoní fyllingu. Rúllutertubrauðin eru tilbúin beint í ofninn svo það eina sem þú þarft að gera er að sáldra ostinum sem fylgir með yfir rúllutertubrauðin og skella þeim í ofninn þangað til osturinn er orðin gullinbrúnn. Rúllutertubrauðin eru framleidd á afhendingardegi og því alltaf afhent fersk.

Nýjasta nýtt hjá okkur eru brauðsalötin okkar. Hægt er að velja um fjórar tegundir af brauðsalati þar á meðal laxasalat, túnfisksalat, skinkusalat og rækjusalat. Keyptu brauðsalat frá Tertugalleríinu til að auðvelda þér fyrirhöfnina fyrir veisluna. Salötin eru tilvalin fyrir brauðtertuna, á kexið og á samlokuna.

Fullkomnaðu hittinginn með sætum endi en við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á veglegt úrval af allskyns kökum og tertum. Skoðað allt tertuúrvalið okkar hjá hér!

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →