Nýjung frá Tertugalleríinu - Brauðsalöt!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu eru stöðugt að þróa vöruúrval okkar og kynnum því með stolti enn eina nýjung - brauðsalöt!

Brauðsalötin koma í handhægum 1 kg umbúðum og er hægt að velja um fjórar tegundir. Þar á meðal laxa, túnfisk, skinku og rækjusalat.

Brauðsalötin eru fullkomin fyrir brauðtertuna og rúllutertubrauðið eða á kexið og samlokuna. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina fyrir veisluna og pantaðu þitt uppáhalds brauðsalat. Skoðaðu úrvalið hér!

Við kynntum einnig á dögunum gómsæta og gullfallega nýjung – Rúllutertubrauð með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu. Skoðaðu og pantaðu ljúffeng rúllutertubrauð hér! Rúllutertubrauðin eru alltaf framleidd á afhendingardegi og því alltaf afhent fersk.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →