Fáðu þér vegan veitingar frá Tertugalleríinu í janúar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu erum stöðugt að vinna í vöruúrvali okkar og þykir okkur mikilvægt að eitthvað sé fyrir alla. Hjá okkur færðu tvær tegundir af vegan smurbrauði, tvær tegundir af vegan brauðtertum og þrjár tegundir af vegan snittum. Sparaðu þér fyrirhöfnina og bjóddu uppá gómsætar vegan veitingar í næsta hitting.

Okkur hjá Tertugalleríinu þykir mikilvægt að vegan fólkið okkar geti líka fengið sér gómsætar brauðtertur og bjóðum við því upp á tvær tegundir af vegan brauðtertum. Brauðterturnar eru annars vegar með tómat og basil hummus og hins vegar hvítlauks hummus en þær fást í 16-18 og 30-35 manna stærðum.

Hvítlauks hummus smurbrauðin fást í heilum og hálfum sneiðum og eru á ljúffenga malt brauðinu okkar með grænu pestó, hvítlauks hummus, grænkáli, valhnetum, döðlum, þurkuðum apríkósum, sólþurkuðum tómötum, papriku, kapers, vínediki, gúrku, rauðlauki og salti og pipar.

Tómat og basil hummus smurbrauðin
fást í heilum og hálfum sneiðum og eru borin fram á malt brauðinu okkar með rauðu pestó, tómat og basil hummus ásamt rauðlauk, lambhagasalati, vínberjum, ólífum, ferskri steinselju, salti og pipar.

Tapas snitturnar okkar
hafa einnig slegið í gegn eftir að við hófum sölu á þessum litríku og bragðgóðu snittum. Nokkrar tegundir eru í boði en þar á meðal er dásamleg vegan snitta. Vegan tapas snittan er á olíupensluðu og ristuðu vegan baguette brauði með tómat og basil hummus, vínberi, döðlu, papríku og rauðlauk.

Tómat og basil snittan okkar
er algjört lostæti en hún er borin fram á maltbrauði með tómat og basil hummus ásamt rauðu pestói, tómötum, rauðlauk, lambhagasalati, vínberjum, grænum ólífum, steinselju, salti og pipar.

Hvítlauks hummus snittan okkar
er borin fram á maltbrauði með grænu pestói, þurkuðum apríkósum, sólþurkuðum tómötum, gúrkum, lambhaga salati, döðlum, rauðlauki, salti og pipar.

Gerðu vel við þig í janúar og fáðu þér vegan veitingar frá Tertugalleríinu. Skoðaðu og pantaðu allar okkar vegan veitingar hér!

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →