Fáðu alla með í vorhreingerninguna með góðum veitingum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Mars er genginn í garð og með honum hlýrra veður, leysingar og fleiri birtustundir. Það er akkúrat þá sem við tökum eftir því að við þurfum að fara í vorhreingerningu því birtan dregur fram rykið á mublum og ruslið sem læðist undan sjónum utandyra.

Víða um heim, þar sem árstíðirnar eru fleiri en bara vetur og vor, tíðkast að nota þennan tíma árs til að skipta út vetrarfötunum í fataskápnum fyrir sumarfötin. Þótt við Íslendingar þurfum yfirleitt ekki mikið að pæla í þessu þar sem við getum nýtt vetrarfötin allt árið um kring þá er tilvalið að fara yfir fataskápinn og taka til það sem má gefa vegna notkunarleysis. Sama má gera með léttri yfirferð yfir frystikistuna, ísskápinn, geymsluna og bílskúrinn en þannig einfaldar maður lífið sitt og gerir öðrum gagn um leið.

Þá þarf að virkja alla heimilismeðlimi til starfans því taka þarf öll herbergi í gegn, alla fataskápa og alla dótakassa. Góð leið til að virkja mannskapinn til þátttöku er að panta glæsilegar veitingar frá Tertugalleríinu í tilefni tiltekarinnar, hvort sem hún er á heimili eða á vinnustaða, og gera sér dagamun.

Pantaðu núna tertu fyrir vorhreingerninguna og fagnaðu hreinu borði fyrir sumarið!

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →