Hugaðu tímanlega að pöntunum í fermingarundirbúningnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugallerí Bókaterta með skrauti og textaÞað styttist óðum í fermingar, um það bil þrír mánuðir til stefnu þangað til þær fyrstu byrja, og því tímabært að huga að skipulagningu og fermingarundirbúningi.

Það er margt sem þarf að huga að og við hjá Tertugalleríinu höfum því tekið saman stuttan tékklista til viðmiðunar og til að létta ykkur lífið.

Salur - Staðsetning veislunnar er eitt það fyrsta sem þarf að huga að. Margir halda fermingarveislur ennþá heima hjá sér og hafa þá jafnvel opið hús til að geta notið gestanna almennilega yfir daginn og ekki síður til að sprengja ekki utan af sér húsnæðið ef allir koma á sama tíma. Það er þó mjög algengt að pantaður sé salur og þá þarf að panta tímanlega enda eru salir takmörkuð auðlind sem gengur fljótt á þessar vorvikur sem fermingarnar standa sem hæst.

Boðskort - Þau er gott að vinna tímanlega þar sem það getur tekið tíma að setja þau upp, ákveða texta á þau og lesa vandlega yfir og setja svo í prentun og póst. Rafræn boðskort eru líka ágæt leið en henta etv. ekki jafn vel fyrir alla. Aðalatriðið er þó að fólk fái boðskort tímanlega svo það geti tekið frá tímann og láti sjá sig í veislunni til að samgleðjast fermingarbarninu og fjölskyldunni.

Kerti, servíettur og sálmabók - Allt eru þetta hlutir sem algengt er að foreldrar panti fyrir veislurnar og það þarf að huga að þessu öllu tímanlega.

Myndataka - Fermingarmyndir eru ómissandi, ekki síst til að deila á samfélagsmiðlum og endurtaka svo leikinn reglulega þegar maður er orðin eldri og vill minnast þess hvað hártíska og fatasmekkur hafa breyst yfir tíðina.

Veitingar - Hér komum við hjá Tertugalleríinu inn en hjá okkur er hægt að panta dýrindis rjómatertur, marspípantertur, kransakökur, brauðtertur, snittur, kleinur og jafnvel brauðsalöt. En pantið endilega tímanlega því við bjóðum einungis ferskvörur og getum því bara bakað takmarkað magn og það verður fljótt uppselt fyrir fermingar.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →