Gleddu konurnar í vinnunni á Konudaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Valentínusardagurinn í ár er á mánudagurinn 14. febrúar en því miður eru terturnar okkar kannski heldur stórar til að gefa ástinni á Valentínusardaginn. En það þýðir ekki að við getum ekki hjálpað þér að muna eftir deginum og næsta nágranna hans, Konudeginum. Það er að sjálfsögðu full ástæða til að grípa öll tækifæri til að lyfta sér örlítið upp og gleðja konurnar í vinnunni með því að panta tertu fyrir þær og enginn dagur ársins er betri til þess en einmitt Konudagurinn.

Konudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi með svipuðum hætti og Bóndadagurinn en talið er að Konudagurinn hafi fest sig í sessi þegar á 19. öld þótt ekki hafi verið haldið upp á hann víða á Íslandi fyrr en vel var liðið á 20. öldina.

Valentínusardaginn má hinsvegar rekja til heilags Valentínusar og á hann sér rætur langt aftur í aldir, nánar tiltekið til 14. aldar. Hefðbundnustu gjafirnar eru blóm, konfekt og ástarkort sem allt of sjaldgæft er að fólk taki sér tíma í að skrifa nú til dags. Hugsið ykkur að geta yljað sér við falleg orð mörgum árum síðar, það verður alltaf mikils virði.

Hefð Valentínusardagsins er komin frá enskumælandi löndunum og hin síðustu ár hafa bandarísku siðirnir orðið ofan á. En við setjum það nú ekki fyrir okkur því það er sama hvaðan gott kemur auk þess sem siðurinn hefur fyrir löngu fest sig vel í sessi á Íslandi en hans var getið fyrst 1958 í Morgunblaðinu eins og sjá má við uppflettingu á Tímarit.is.

Stóri dagurinn fyrir okkur á Íslandi er samt sem áður auðvitað Konudagurinn og sennilega fellur Valentínusardagurinn dálítið skuggann á honum.

Á Konudaginn er tilvalið að gleðja allar konur, þær sem við vinnum með sem og okkar nánustu. Konudagurinn er því kjörið tilefni til að panta sér stóra tertu hjá Tertugalleríinu fyrir réttan fjölda af konum. Munið bara að panta tímanlega því ferskbakaðar terturnar seljast hratt upp þegar nær Konudeginum dregur. Konudagurinn er 20. febrúar - munið að panta tímanlega!


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →