Eigðu kransablóm í frystinum í kaldasta mánuðinum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Árið 1918 var slegið kuldamet á Íslandi á Grímsstöðu og Möðrudal, nánar tiltekið var þetta 21. janúar 1918, veturinn sem kallaður var Frostaveturinn mikli.

Það hlýtur að hafa verið brakandi þurrt loftið í frosthörkunni þegar Sigurður Kristjánsson á Grímsstöðum mældi frostið þennan dag en hann mældi 38,9 stiga frost á svokölluðum sprittmæli klukkan 14 en hann hafði gert sér grein fyrir því að hugsanlega gæti verið um metkulda að ræða og því hafði hann mælingu sérlega nákvæma. Sigurður Haraldsson í Möðrudal mældi svo 38 stiga frost sama dag.

En af hverju erum við að tala um frostið? Jú, það er nefnilega frábært að eiga kransabita frá Tertugalleríinu í frysti þegar maður kemur inn úr kuldanum í janúar, sem er einmitt oftast kaldasti mánuðurinn.

Það eina sem vantar þá til viðbótar til að gera gott úr kuldanum er að bjóða upp ljúffengt kakó með kransabitunum og þá uppskrift færðu hér:

Veldu pott með þykkum botni og settu í hann 400 grömm af flórsykri, 150 grömm af strásykri, 100 grömm af hágæða kakói, 1/2 teskeið af salti og hrærðu á meðan þú hellir varlega 1200 ml af vatni saman við. Láttu suðuna koma upp með miðlungshita á hellunni og hrærðu í annað slagið. Þegar suðan er komin upp þá má hella yfir sykurpúða í bolla fyrir hvern og einn og njóta kransabitanna með!


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →