Við fögnum Hinsegin dögum - Stolt í hverju skrefi

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugallerí fögnum Hinsegin daga í garðinum heima.

Það mun slá rækilega í gegn hjá gestum að panta súkkulaðitertu eða bollakökur með mynd af Regnbogafánanum.

Það litla sem þú þarft að gera er finna mynd af regnbogafánanum. Í kjölfarið hleður þú myndina niður í pöntunarferlinu. Þú velur svo stærð tertunnar og bætir tertunni við pöntunina. 

Í ár fagnar gleðiganga Hinsegin daga 20 ára afmæli en gangan var fyrst gengin í ágúst árið 2000, rúmu ári eftir að fyrstu hinsegin hátíðahöldin fóru fram í Reykjavík í júní 1999. Hinsegin dagar vilja standa saman stolt og sýna fjölbreytileika hinsegin samfélagsins. Allir eiga að finna að það sé velkomið og tilheyri. Mikilvægur þáttur sýnileikans er að útmá skömmina sem oft vill fylgja því að passa ekki inn í staðlað form samfélagsins – að tilheyra ekki.

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →