Við fögnum afmæli Reykjavíkur 2020 í garðinum heima

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við fögnum afmæli Reykjavíkur í garðinum heima með veitingum frá Tertugallerí.

Við erum auðvitað tilbúin með það sem þarf til að gera afmælisveislu í garðinum heima eða inni ógleymanlega. Það er af nógu að velja – úrvalið er mikið.

Algengt er að fólk bjóði gestum og gangandi á tónleika í garðinn sinn eða inn til sín á menningarnótt. Úr því að afmælishátiðin verður ekki eins og til stóð fögnum við í garðinum heima. Bjóddu upp á eitthvað bragðgott og gómsætt frá okkur. Farðu yfir úrvalið og pantaðu það sem hugurinn girnist.

Fátt er vinsælla í slíkar veislur en brauðtertur en við bjóðum upp á sex mismunandi tegundir af brauðtertum og þar á meðal tvær vegan brauðtertur. Gott er að bæta við bragðgóðu sælkera salati. Við erum með þrjár tegundir af gómsætu salati.

Það er  alltaf gott að hafa eitthvað sætt með og 60 manna súkkulaðitertur með íslenska fánanum er tilvalin í stórveislu eins og menningarnótt. Við eru einnig með súkkulaðitertur þar sem þú velur þína eigin mynd. Það sem þú þarft að gera er finna mynd hentar viðburðinum þínum og hlaða myndina niður í pöntunarferlinu. 

Góða skemmtun í garðinum heima!


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →