Tertugallerí liðsinnir þér í desember

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fyrsti í aðventu var sunnudaginn 1. desember og er óhætt að segja að jólagleðin sé hafin hjá mörgum. Víða má sjá jólaljós á heimilum fólks  skína skært í vetrarmyrkrinu og eru landsmenn duglegir við að gleðja hvern annan með því að skreyta fyrr og lýsa upp skammdegið með gleðilegum og litríkum jólaljósum.

Ilmurinn af smákökubakstri fyllir heimilin og hátíðleiki jólatónlistar vekur tilhlökkun í hjörtum þeirra sem á hlusta. Þetta er einnig sá tíminn þegar samstarfsfélagar, vinir og vandamenn koma saman til að njóta samverunnar og gleðjast í aðdraganda jóla.

Aðventan er tími veisluhalda þegar margir gera sér dagamun og útbúa dýrindis hlaðborð til að skapa notalega stund með samstarfsfélögum eða vinum og vandamönnum. Hvort sem það eru samkomur í vinnunni, fjölskylduboð eða vinahittingar snúast augnablikin um að njóta lífsins í góðra vina hópi þar sem hláturinn fyllir rýmið þegar minningar um liðna tíð og framtíðarvonir eru ræddar.

Tertugallerí liðsinnir þér á aðventunni

Það er alltaf gott að skipuleggja sig til að geta fengið að njóta í ró og næði í aðdraganda jólanna. Undirbúningurinn í eldhúsinu getur reynst tímafrekur og þess vegna er tilvalið að treysta á okkur hjá Tertugalleríinu til að létta undir með þér.

Við hjá Tertugalleríinu gerum þér einfalt að panta veisluveigar hratt og vel, þannig getur þú notið tímans betur með þínu fólki í stað þess að festast í eldhúsinu. Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á úrval af frábærra veisluveiga á hagstæðu verði. Skoðaðu fjölbreyttar, ljúffengar og fallegar veisluveigar fyrir hlaðborðið þitt á einum stað.

Kíktu við á vefsíðu okkar þar sem möguleikarnir eru margir og ljúffengir og slá alltaf í gegn!

Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar þínar. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →