Bjóddu upp á sælkerasalat á Jólahlaðborðinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Jólahlaðborð eru ómissandi hluti af jólaundirbúningi á Íslandi. Fjölskyldur, vinir og vinnufélagar koma saman til að fagna aðventunni með ljúffengum mat og góðri samveru. Þessi jólahefð hefur fest sig rækilega í sessi á síðustu áratugum og blandar saman klassískum íslenskum jólaréttum og nýjungum í matargerð og endurspeglar ríkulega jólamatarhefð landsins í kringum aðventuna.

Hlaðborðin eru einkennandi fyrir jólin og veita gestum tækifæri til að smakka á fjölbreyttum réttum í anda jólanna og á veisluborðunum er að finna allt frá þjóðlegum jólamat til nútímalegra rétta þar sem eitthvað er fyrir alla.

Þó að jólahlaðborðin haldi fast í hefðbundna íslenska jólarétti hafa þau þróast og breyst með tímanum. Veitingahús eru farin að bæta við réttum sem höfða til fjölbreyttrar matarmenningar og matarvenja, þar á meðal fyrir þá sem kjósa vegan- eða grænmetisrétti. Þessi þróun hefur gert jólahlaðborðin aðgengilegri og meira spennandi fyrir alla.

Jólahlaðborðið er orðið stór hluti af íslenskum jólaundirbúningi og margir gera það að árlegri hefð að sækja slíkar veislur. Fyrirtæki skipuleggja oft jólahlaðborð sem hluta af jólaskemmtunum fyrir starfsfólk sitt en fjölskyldur og vinahópar njóta einnig þess að hittast á þessum dýrindis í aðdraganda jóla.

Það er eitthvað einstakt við þessa jólahefð sem færir fólki saman til að njóta samverunnar í anda jólanna. Með jólahlaðborði fagnar fólk bæði fortíð og nútíð í íslenskri matarmenningu og skapar skemmtilegar minningar fyrir komandi ár.

Bjóddu upp á sælkerasalat á Jólahlaðborðinu þínu

Þó að margir sæki jólahlaðborð á veitingastöðum þá kjósa margir að búa til sitt eigið hátíðlega hlaðborð heima eða í vinnunni. Þetta veitir ekki aðeins tækifæri til að njóta ljúffengs matar með fjölskyldu og vinum heldur býr einnig til einstaka stemningu og minningar.

Sælkerasalötin frá Tertugalleríinu auðvelda þér fyrirhöfnina í undirbúningnum við eldamennskuna fyrir jólahlaðborðið þitt. Sælkerasalötin eru tilvalin á jólahlaðborðið með brauðinu, kexinu eða hreinlega með niðurskornu grænmeti. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinkutúnfisk- eða rækjusalat.

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða jólakræsinganna. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

Ef þig vantar eitthvað sætt fyrir eftirréttarhlutann af hlaðborðinu þá setja smástykkin okkar punktinn yfir i-ið á veisluborðið.

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →