Gefðu sæta fyrirtækjagjöf fyrir jólin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar jólin nálgast eru mörg fyrirtæki að skipuleggja jólaglaðning fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Jólagjöf eða jólaglaðningur er bæði falleg fyrirtækjahefð og áhrifarík leið til að efla samskipti, hvetja starfsfólk og sýna þakklæti fyrir liðið ár. Með hugmyndaríkum og vel völdum gjöfum geta fyrirtæki sent hlýjan og eftirminnilegan boðskap um kærleika og samhug á jólum.

Jólaglaðningur getur verið mikilvæg leið fyrir fyrirtæki til að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu og hvetja til áframhaldandi árangurs. Slíkar gjafir styrkja samband fyrirtækja við sitt starfsfólk og stuðlar að jákvæðri starfsánægju, hvort sem um er að ræða gjafakörfur eða persónulegar gjafir.

Fyrirtæki nota einnig jólaglaðning til að styrkja tengsl við viðskiptavini og samstarfsaðila. Gjafir á borð við sérmerktar vörur, gjafakörfur eða sætindi af ýmsu tagi geta verið kærkomin leið til að þakka fyrir farsælt samstarf á árinu og byggja upp sterkari tengsl til framtíðar.

Þú finnur ljúffenga jólaglaðninga hjá Tertugalleríinu

Það er margsannað að litlar og óvæntar gjafir gleðja. Engu skiptir hvort um er að ræða starfsfólk, viðskiptavini eða vini og vandamenn. Þú þarft ekki að leita langt yfir skammt í leit að hugmynd til að gleðja. Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á margvíslegar kræsingar sem gott er að gefa þegar tækifæri er til.

Kransablóm Tertugallerísins hafa lengi verið vinsæl en þau má bæði gefa ein og sér eða nota sem góðgæti með öðrum kökum og smágjöfum. Við eigum fjórar gerðir af kransablómum. Ein gerðin er með safaríkum jarðarberjum, önnur er með kokteilberjum, sú þriðja er með dökkum súkkulaðihjúp og fjórða kransablómið er með valhnetum. Þú getur einnig fengið litla kransabita sem koma 20 stykki saman í fallegum poka.

Makkarónukökur eru einnig tilvalin jólaglaðningur sem svíkur engan. Þær eru litríkar og fallegar í laginu og bráðna í munni og munu án efa gleðja. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónukökur. Þær koma 35 saman á bakka og eru með sex bragðtegundum: sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.

Smástykkin frá Tertugalleríinu eru ljúf og sæt hamingja í einum bita og gleðja þá sem fá þeirra að njóta á jólunum. Kíktu á úrvalið af smástykkjunum okkar.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það sérstaklega í huga þegar tertur eru pantaðar!

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega.

Afgreiðslutími og pöntunarfrestur á veisluveigum frá Tertugalleríinu um jól og áramót 2024 verður sem hér segir:
23. des. – Mánudagur (Þorláksmessa) OPIÐ kl. 8:00-14:00
24. des. – Þriðjudagur (Aðfangadagur) LOKAÐ
25. des. – Miðvikudagur (Jóladagur) LOKAÐ
26. des. – Fimmtudagur (Annar í jólum) LOKAÐ

27. des. – Föstudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00
28. des. – Laugardagur OPIÐ kl. 9:00-12:00
29. des. – Sunnudagur OPIÐ kl. 9:00-12:00
30. des. – Mánudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00

31. des. – Þriðjudagur (Gamlársdagur) LOKAÐ
1. jan. – Miðvikudagur (Nýársdagur) LOKAÐ

2. jan. – Fimmtudagur OPIÐ kl. 8:00-14:00

* Til að fá vörur á Þorláksmessu þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 20. desember.

* Til að fá vörur 27-29. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 mánudaginn 23. desember.

* Til að fá vörur 30. desember þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 27. desember.

* Til að fá vörur 2. janúar þarf að leggja inn pöntun í síðasta lagi fyrir kl. 12:00 mánudaginn 30. desember.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla