Terta í tjaldinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er hásumar og margir eru á ferð og flugi um landið. Flestir halda mest upp á þennan tíma ársins og vilja nýta hann til fullnustu, hvort sem það er með garðveislu heima, notalegum dögum í bústað eða hoppi á milli tjaldsvæða í leit að besta veðrinu.

Hvert sem leiðin liggur þarf alltaf að hafa til nesti. Þar getum við hjá Tertugalleríinu aðstoðað þig og bakað eitthvað virkilega gómsætt til að taka með, hvort sem ætlunin er að njóta í tjaldi eða í sumarbústað. Væri ekki skemmtilegt að koma fjölskyldunni á óvart með frábærri gulrótatertu í bústaðnum? Eða fá vinahópinn til að taka andköf af undrun þegar þú birtist allt í einu með súkkulaðiköku með mynd af vinahópnum úr síðustu útilegu.

Við hjá Tertugallerí erum snillingar í að láta hlutina ganga upp - ef þú pantar tertuna tímanlega hjá okkur getum við bakað tertu með mynd sem þér hentar. Skoðaðu síðuna okkar og fáðu frábærar hugmyndir og komdu svo fjölskyldu og vinum á óvart. 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →