Bollakökur í bústaðinn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú þegar flestir eru komnir í sumarfrí eða eiga bara örfáa vinnudaga eftir eru margir farnir að skipuleggja fríið. Ótrúlega margir fara í sumarbústaði enda hefur sumarbústaðaeign aukist mikið og flest stéttarfélög eiga fjöldann allan af sumarbústöðum. Þá vilja flestir gera vel við sig í mat og drykk og hafa örlítið meira við en ella. Það þarf ekki alltaf að vera dýrt að slá upp dýrindisveislu. Vissirðu að hjá Tertugallerí er hægt að kaupa 16 bollakökur í öskju á aðeins 3.190 krónur.

Bollakökur eru guðdómlega góðar kökur með silkimjúku kremi, sem hvergi er sparað. Þú getur valið um tvennskonar krem og sömuleiðis valið hvort þú vilt skraut eða ekki. Fyrir ögn hærri upphæð getur þú meira að segja valið að láta setja mynd á bollakökuna.

Taktu með þér bollakökur í sumarbústaðinn og bjóddu fjölskyldunni upp á dýrindis kaffiboð í sveitinni. Það er erfitt að hugsa sér skemmtilegri dagamun á hásumri.

Athugaðu að vörurnar frá okkur eru afhentar nýbakaðar og því er 2-3 daga afgreiðslufrestur á vörunum okkar. Pantaðu því tímanlega svo þú getir tekið nýbökuðu og gómsætu bollakökurnar með þér í bústaðaferðina.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →