Silkimjúkar Mini Nutellakökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að okkar mati er alltaf tilefni til að fagna og gera sér dagamun og fá tækifæri í leiðinni til að gleðja þá sem eru í kringum okkur. Það gæti því verið ráðlagt að panta Mini Nutellakökur og bjóða í léttar veitingar til að fagna hversdagsleikanum. Mini Nutellakökurnar okkar eru klassískar og gómsætar og koma 20 stykki saman í kassa.

Mini Nutellakaka

Litlu kleinuhringirnir okkar passa reyndar fullkomlega með Mini Nutellakökunum og eru með karamellu glassúr og súkkulaðiperlum eða lakkrís eða brúnum glassúr með súkkulaðiperlum eða lakkrís og koma 30 saman í kassa.

Litlir Kleinuhringir

Pantaðu tímanlega

Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega. Pantanir þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14:00 á mánudögum til og með fimmtudögum ef vara á að afhendast daginn eftir. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afgreiðslan okkar er opin frá kl. 08:00-14:00 á virkum dögum og kl. 09:00-12:00 um helgar.

Gerðu vel við þig og þína og njóttu hversdagsleikans!


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →