Brauðtertur í fermingarveisluna ykkar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Brauðterta

Það er fátt vinsælla í fermingarveislum en klassískar og bragðgóðar brauðtertur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Rúllutertubrauð

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

Hversu mikið magn á að panta?

Þegar kemur að því að reikna út hversu mikið magn þið þurfið að panta af veitingum er tekið tillit til þess hvernig veislu er verið að bjóða til.

Ef um er að ræða smáréttaveislu og brauðmeti er reiknað með um 2-3 skammta á mann, hvort sem þeir eru heitir eða kaldir réttir og 2-3 skammta af snittum eða smurbrauðsneiðum á mann eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingarveigar á hagstæðu verð. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →