Pantaðu tímanlega fyrir útskriftarveisluna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á vormánuðum í kjölfar ferminga er jafnan stutt í næstu stóru viðburði hverrar fjölskyldu en það er þegar menntaskólar og háskólar halda brautskráningu sinna nemenda.

Hátímabilið er í lok maí og líkur eru á að það verði engin undantekning á því í ár nú þegar sóttvarnarreglum hefur verið vikið til hliðar.

Útskrift á þessum tímapunkti er hátíðlegri en oft áður vegna þess að nemendur árganganna sem útskrifast hafa haft takmörkuð tækifæri til að mannfagnaða. Það er því sérstaklega mikilvægt að fagna vel og glæsilega við útskrift í lok maí.

Það er að mörgu að huga fyrir útskriftarveislu en það mikilvægasta er að skipuleggja hana með útskriftarnemanum.

Á þessum tíma árs er sólin farin að skína hátt á lofti. Veisluborðið verður því sérlega glæsilegt með tertum frá Tertugallerínu. Hjá okkur fæst flest það sem prýðir góða veislu.

Nóg er til af smágotteríi eins og makkarónum, kransabitum, mini möndlukökum, tertubitum eins og gulrótar- og skúffubitum og auðvitað smákleinuhringir og kleinur með kaffinu.

Þá er hægt að panta gott úrval af nýbökuðum tertum eins og Marengsbombum, allskonar marsípantertum, kransaskálum, kransakörfum og hefðbundnum kransakökum - sem einnig fást ósamsettar fyrir þau handlögnu.

Einnig eru fáanlegar brauðtertur og snittur í miklu úrvali.

Það er þó ráðlegt að panta tímanlega þar sem um ferskvörur er að ræða og því aðeins takmarkað magn sem hægt er að baka á hverjum degi.

hér höfum við tekið saman veitingar sem smellpassa fyrir útskriftarveislu - smelltu


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →