Ekki fara í kleinu - eigðu kleinur!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

tertugallerí litlar kleinur

Við könnumst sum við orðatiltækið að fara í kleinu sem oft er notað þegar einhver vandræðaleg uppákoma verður, t.d. eins og ef maður á ekkert með kaffinu þegar góða gesti ber að garði.

Besta leiðin til að bæta úr þessum vanda er auðvitað að eiga til nóg af kleinum en þær geymast nefnilega ágætlega í frysti og  er auðvelt að hita og borða strax með rjúkandi bolla af uppáhalds kaffinu þínu þegar gestir koma í heimsókn. 

Kleinur eru soðbrauð og þau eru nokkuð algeng á Íslandi og stundum breytileg eftir landshlutum. Allar kleinur eiga það hinsvegar sameiginlegt í dag að þær eru í slaufu (eða í kleinu) sem mynduð er með því að skera deigið í tígla með gati í miðjunni sem annar endi kleinunnar er svo dreginn í gegnum.

Á Vísindavefnum má hinsvegar finna fróðleiksmola sem myndi sóma sér vel í spurningakeppni Gettu betur en þar segir frá því að í fyrstu íslensku kleinuuppskriftinni sem birtist á prenti árið 1800 hafi verið tvær rifur á tíglunum og því er ljóst að þær hafa eitthvað breyst í aldanna rás.

Kleinur eru hinsvegar hvorki séríslenskar né spari og það þýðir að það er sama hvaða gestur kemur í heimsókn, kleinur ættu að hitta þráðbeint í mark.

Pantaðu kleinur frá Tertugallerínu hér

Heimild: Vísindavefurinn; Hvaðan eru kleinur...


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →